Engar breytingar á sigkötlunum

Landhelgisgæslan tók þessa mynd í gær. Katlarnir hafa myndast af …
Landhelgisgæslan tók þessa mynd í gær. Katlarnir hafa myndast af völdum mikillar bráðnunar, mögulega eldgoss, en óvíst er hvenær það varð. mynd/Landhelgisgæslan

Vísindamenn um borð í TF-SIF, sem nú er á flugi yfir Vatnajökli, telja að sigkatlarnir sem sáust í gær hafi ekki stækkað í nótt. Gott skyggni er á jöklinum og vonast vísindamenn til að afla frekari gagna til að vinna með. Upp úr hádeginu má vænta frekari upplýsinga um stöðuna.

Jarðskjálfti sem mæld­ist fimm stig reið yfir klukk­an 8:13 í morg­un. Upp­tök hans eru 6,9 km austn­orðaust­ur af Bárðarbungu. 

Þetta er stærsti skjálft­inn á þess­um slóðum í rúm­an sól­ar­hring. Fljót­lega verður flogið með hóp vís­inda­manna yfir Grím­svötn, Bárðarbungu, Dyngju­jök­ul og Öskju­vatn líkt og í gær en þá sáust þrír sig­katl­ar um 4-6 km að lengd, 1 km á breidd og 15-20 m djúp­ir við suðaust­an­verða Bárðarbungu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert