Hræringunum sem mynduðu katlana lokið

Vísindamenn flugu yfir Bárðarbungu fyrir hádegi í dag til að skoða sigkatla sem þar hafa myndast í jarðhræringum að undanförnu. Ferðin staðfesti niðurstöður gærdagsins og að þeim atburðum sem mynduðu katlana sé lokið, því sé engin bráðavá tengd myndun þeirra. Þetta segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. 

mbl.is ræddi við Björn um helstu niðurstöður ferðarinnar en Friðrik Þór Halldórsson, myndatökumaður Stöðvar 2, var með í för og náði góðum myndum af kötlunum sem sjá má í myndskeiðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert