Fá að mæta seinna í skólann

Ingunnarskóli í Grafarvogi. „Ég hef ekki heyrt í neinum nemanda …
Ingunnarskóli í Grafarvogi. „Ég hef ekki heyrt í neinum nemanda sem er óánægður.“ mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ingunnarskóli í Grafarholti í Reykjavík hefur ákveðið að seinka skóladeginum hjá unglingadeild skólans, þannig að nemendurnir fái lengri tíma til svefns.

„Við ákváðum að seinka skóladeginum hjá eldri krökkunum, þannig að þau byrji skóladaginn kl. 8.30 í stað 8.10. Yngri nemendurnir byrja 8.20. Þessi tillaga kom upp í skólaráðinu frá fulltrúa foreldra,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, um breytinguna.

Fulltrúi foreldranna var með rannsóknir sem sýndu að það hentaði unglingum betur að sofa aðeins lengur á morgnana, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert