Níu vikna ferðalag hefst í dag

Níu vikna hringferð Morgunblaðsins
Níu vikna hringferð Morgunblaðsins

Í dag hefst níu vikna ferðalag ljósmyndara og blaðamanna Morgunblaðsins um landið, þar sem komið verður við í öllum landshlutum og fjallað um daglegt líf fólks, áhugaverða staði, náttúrufar, listalíf og menningu. Sérstök áhersla verður lögð á atvinnulíf og vaxtarbrodda í atvinnulífinu undir yfirskriftinni Vitinn 2014.

Í þessari umfjöllun er landinu skipt í níu svæði og verður fjallað um hvert þeirra í eina viku, frá fimmtudegi til miðvikudags. Fyrsti viðkomustaður er Vesturland, sem er til umfjöllunar í dag, eftir viku verður sjónum beint að Snæfellsnesi og Dölum og síðan liggur leiðin á Vestfirði. Þá er röðin komin að Norðurlandi, síðan verður haldið áfram á Austurland, þá Suðurland og síðan Suðurnes. Eftir það verður höfuðborgarsvæðið til umfjöllunar og ferðinni lýkur í Reykjavík.

Viðureign við einn vænan í fullum gangi í sjóstangveiðiferð frá …
Viðureign við einn vænan í fullum gangi í sjóstangveiðiferð frá Akranesi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert