Rekstur borgarsjóðs lakari en ráðgert var

Halldór Halldórsson
Halldór Halldórsson Kristinn Ingvarsson

„Þessi niðurstaða á rekstri borgarsjóðs kallar á uppstokkun og nýja hugsun í rekstri borgarinnar,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um árshlutareikning Reykjavíkurborgar sem samþykktur var á fundi borgarráðs í dag.

Eins og greint var frá á mbl.is fyrr í dag var rekstr­arniðurstaða sam­stæðu Reykja­vík­ur­borg­ar, A- og B-hluta, já­kvæð um 3.723 mkr en áætl­un gerði ráð fyr­ir já­kvæðri niður­stöðu um 2.203 mkr. Rekstr­arniðurstaðan er því 1.520 mkr betri en gert var ráð fyr­ir.

Hins vegar versnaði rekstur borgarsjóðs milli ára og er 600 milljónum kr. lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Tap á borgarsjóði eru rúmir 2,3 milljarðar kr. en var 1,9 milljarðar kr. árið á undan. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar er einnig verri þegar tekið hefur verið tillit til hækkunar á eignum Félagsbústaða sem er reiknuð tala upp á 2,4 milljarða kr.,“ segir í tilkynningu frá borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins.

Þar segir einnig að Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, telji að rekstrarniðurstaðan sé óviðunandi þrátt fyrir hækkun útsvarstekna um tæpan 1 milljarð kr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert