Sjoppur urðu göngum að bráð

Fyrir tíð Hvalfjarðarganga voru þrjár vegasjoppur með einungis nokkurra kílómetra millibili í Hvalfirðinum; Botnsskáli við botn Hvalfjarðar, Þyrill sem nefnd var eftir samnefndu fjalli og Ferstikla sem er eina sjoppan sem enn er starfrækt.

Raunar er Ferstikla einungis opin á sumrin enda er umferð um Hvalfjörð lítil miðað við það sem áður var. Á árunum 1996-1998 voru Hvalfjarðargöngin byggð og styttu þau hringveginn um eina 55 km þar sem ekki var lengur þörf á að fara fyrir fjörðinn, sem er 62 km leið. Enn er þó hægt að aka fyrir Hvalfjörð eftir þjóðvegi 47.

Sjá má að Botnsskáli hefur verið yfirgefinn um langa hríð og hefur hann verið skreyttur með veggjakroti og Þyrill er nú nýttur sem matsalur fyrir starfsfólk hvalstöðvarinnar.

Níu vikna ferðalag ljósmyndra og blaðamanna Morgunblaðsins um landið hófst í dag. Á ferðalaginu verður komið við í öllum landshlutum og fjallað um daglegt líf fólks. Lesa má frekari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert