Staða Íslands styrkist með makrílnum

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir niðurstöðu sameiginlegs makrílleiðangurs Íslendinga, Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga mjög ánægjulega enda sé hún til þess fallin að styrkja stöðu Íslendinga í komandi makrílviðræðum.

„Þetta mun klárlega styrkja stöðu okkar. Því meira sem mælist af makríl, þeim mun sterkari stöðu fáum við fyrir þeim málflutningi sem við höfum haft,“ segir Sigurður Ingi, en heildarvísitala makríls í Norðaustur-Atlantshafi hefur verið metin um 9 milljón tonn.

Þar af voru 1,6 milljón tonn innan íslenskrar efnahagslögsögu, eða tæplega 18 prósent. Spurður í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag hvort komin sé tímasetning á frekari viðræður, sem fyrirhugaðar eru í haust, kveður ráðherrann nei við. „Mér vitanlega er ekki komin nein dagsetning. Það er hins vegar fyrirhugað að menn taki upp þráðinn aftur í haust.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert