Tappað af mælunum

Dr. Philippe Jousset, Hanna Blanck og Gylfi Páll Hersir tappa …
Dr. Philippe Jousset, Hanna Blanck og Gylfi Páll Hersir tappa gögn af skjálftamæli. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Starfsmenn Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR) fóru í gær og hlóðu niður gögnum af jarðskjálftamælum á Reykjanesi, en tugum mæla hefur verið komið fyrir á nesinu og í hafinu fyrir utan það í tengslum við evrópskt rannsóknarverkefni sem nefnist IMAGE.

Þátttakendur eru ellefu rannsóknarstofnanir á sviði jarðhita í Evrópu auk átta fyrirtækja sem koma að rekstri jarðvarmavera eða annarri nýtingu jarðhitakerfa. Hlaða þarf gögnum af mælunum á tveggja mánaða fresti.

Markmið verkefnisins er að þróa nýjar aðferðir til að rannsaka og meta jarðhitakerfi og staðsetja borholur með nákvæmari hætti en gert hefur verið til þessa, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert