Unnið að fjármögnun Bakka

Áformað er að reisa kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík.
Áformað er að reisa kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík. mbl.is/Hafþór

Fulltrúar þýska fyrirtækisins PCC mættu til fundar við bæjaryfirvöld í Norðurþingi í gær en tilefni fundarins var fyrirhugaðar framkvæmdir við byggingu kísilverksmiðju á Bakka, skammt frá Húsavík.

„Þeir komu í heimsókn til þess að taka stöðuna á verkefninu og koma á formlegum samskiptum,“ segir Kristján Þór Magnússon, nýr bæjarstjóri Norðurþings, í Morgunblaðinu í dag og bætir við að engan bilbug sé að finna á mönnum hvað verkefnið varðar.

Spurður út í fjármögnun verkefnisins svarar hann: „Það er stefnt að því að klára erlenda fjármögnun 25. september næstkomandi. Þýsk ráðuneytisnefnd er nú að fara yfir alla fyrirvara og vonandi verður þá hægt að tryggja erlenda fjármögnun. Svo er einnig áfram unnið að því að loka íslenska hlutanum. Endanleg ákvörðun um málið gæti svo verið tekin í desember.“

Frá Bakka við Húsavík.
Frá Bakka við Húsavík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert