Hæstu greiðslur veiðigjalda í Reykjavík og Eyjum

Dreifing lækkunar á sérstöku veiðigjaldi er ójöfn yfir landið.
Dreifing lækkunar á sérstöku veiðigjaldi er ójöfn yfir landið. mbl.is/Árni Sæberg

Í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möller, þingmanns Samfylkingarinnar, sem dreift var á Alþingi í gær, má finna sundurliðun almenna veiðigjaldsins, sérstaka veiðigjaldsins og lækkunar á sérstöku veiðigjaldi eftir bæjarfélögum.

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, að sex bæjarfélög greiða meira en 500 milljónir í sérstakt veiðigjald og trónir höfuðborgin þar efst, en sjávarútvegsfyrirtæki í Reykjavík greiða rúma 2,4 milljarða króna í sérstakt veiðigjald.

Þar á eftir koma Vestmannaeyjar, sem greiða rúma 1,6 milljarða, og Akureyri og Grindavík með tæpan milljarð. Höfn og Neskaupstaður koma þar á eftir með yfir 500 milljónir hvor en ekki langt þar á eftir koma Sauðárkrókur og Siglufjörður, rétt undir 500 milljónum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert