Vinsælustu réttirnir ekki í boði

Trausti Magnússon, matreiðslumeistari Hagaskóla, segir eldhúsið of lítið og eldunartækin …
Trausti Magnússon, matreiðslumeistari Hagaskóla, segir eldhúsið of lítið og eldunartækin líka. Borgin hefur engu svarað um bætta aðstöðu. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Ég hef aldrei áður lent í því að skrifa matseðil og reyna að hafa hann ekki vinsælan,“ segir Trausti Magnússon, matreiðslumeistari Hagaskóla í Reykjavík.

Á þriðjudaginn fengu forráðamenn nemenda í skólanum sent bréf, undirritað af Trausta og Ingibjörgu Jósefsdóttur skólastjóra, þar sem þeim var tjáð að vegna fjölgunar nemenda í skólanum annaði eldhús skólans ekki lengur fjöldanum og því þyrfti að draga verulega úr þeirri fjölbreytni sem í boði hefði verið.

Á aðeins nokkrum árum hefur þeim nemendum sem borða í skólanum fjölgað úr 200 í rúmlega 500 en eldhúsið er byggt til að anna 200-300 manns. Trausti segir í Morgunblaðinu í dag, að hann og skólayfirvöld hafi ítrekað vakið athygli á þessum vanda við borgina en engin viðbrögð fengið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert