Allir flugvellir opnir

Búið er að aflétta takmörkunum á flugi á Akureyrarflugvöll og …
Búið er að aflétta takmörkunum á flugi á Akureyrarflugvöll og skilgreint hættusvæði vegna flugs hefur verið minnkað og nær nú einungis upp í 5.000 fet.

Gleggri upplýsingar um eldgosið í Holuhrauni norðan Vatnajökuls benda til þess að öskudreifing sé óveruleg.

Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs hefur verið minnkað og nær nú upp í 5.000 feta hæð. Allir áætlunarflugvellir á Íslandi eru opnir, samkvæmt upplýsingum Isavia.

Óstaðfest staðsetning eldgosins í Holuhrauni.
Óstaðfest staðsetning eldgosins í Holuhrauni. Almannavarnir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert