Andlát: Sigurður Blöndal

Sigurður Blöndal.
Sigurður Blöndal.

Sigurður Blöndal, skógtæknifræðingur og fyrrverandi skógræktarstjóri, lést á Egilsstöðum 26. ágúst sl., á nítugasta aldursári.

Sigurður fæddist 3. nóvember 1924 í Mjóanesi í Vallahreppi, sonur Sigrúnar Pálsdóttur Blöndal skólastýru og Benedikts Gísla Magnússonar Blöndal, kennara og bónda.

Sigurður lauk stúdentsprófi frá MA 1945 og cand.phil.-prófi frá HÍ 1946. Hann útskrifaðist sem skógtæknifræðingur frá Statens Skogskole í Steinkjer í Noregi 1948 og var skógfræðikandídat frá Norges Landbrukshogskøle 1952. Sigurður vann sem sérfræðingur hjá Skógrækt ríkisins frá 1952-1955 og var skógarvörður á Austurlandi 1955-1977. Hann var skógræktarstjóri 1977-1989.

Sigurður vann einnig við kennslu og sat í fjölda nefnda. Hann var stundakennari við Húsmæðraskólann á Hallormsstað 1955-1967 og við Barna- og unglingaskólann á Hallormsstað 1969-1971. Hann var kennari við búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri 1979 og 1989-1991 og kenndi einnig við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi 1989-1991. Hann var stundarkennari við HÍ, landfræðiskor, 1985-1991 og við Menntaskólann á Egilsstöðum, náttúrufræðibraut, 1993-1994 og 1997-1998. Sigurður sat m.a. í landnýtingar- og landgræðslunefnd sem undirbjó landgræðsluáætlun 1974-1978, 1971-1974, í Náttúruverndarráði 1978-1984 og var varaþingmaður Austurlands fyrir Alþýðubandalagið 1971-1978. Hann sat á allsherjarþingi SÞ 1973 og 1975 og í stjórn Norræna skógræktarsambandsins 1982-1989.

Sigurður var kjörinn félagi í Kungliga Skogs- och lantbruksakademien í Stokkhólmi 1981. Árið 1989 var hann, ásamt eftirlifandi eiginkonu sinni Guðrúnu Sigurðardóttur, gerður heiðursfélagi í Skógræktarfélagi Íslands. Sigurður var gerður heiðursfélagi í Skógræktarfélagi Austurlands 1998.

Sigurður og Guðrún eiga þrjú börn; Benedikt Gísla, Sigrúnu og Sigurð Björn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert