Atburðarásin minnir á Kröfluelda

Þegar vísindamenn flugu yfir gosið í Holuhrauni í morgun lá það alveg niðri og virðist það jafnvel vera búið. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að ef svo sé þá sé um hálfgert örgos að ræða með því minnsta sem hafi sést. Hann segir atburðrás síðustu daga minna verulega á Kröfluelda.

mbl.is ræddi við Magnús Tuma þegar hann var að koma úr flugi með TF-SIF yfir gosstöðina. Hann segir gosið í nótt hafa verið margfalt minna en það sem var í Bárðarbungu líklega í síðustu viku. 

Golli, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, var með í för í morgun og náði góðum myndum af gosstöðinni sem sjá má í myndskeiðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert