Búist við stormi á sunnudag

Búist er við snörpum vindi á sunnudaginn. Tími til kominn …
Búist er við snörpum vindi á sunnudaginn. Tími til kominn að taka trampólínin inn. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Búist er við suðaustan stormi, 18-25 metrum á sekúndu á sunnudag með mjög snörpum vindhviðum við fjöll.

Ekkert ferðaveður er fyrir húsbíla eða bifreiðar með aftanívagna og fólk hvatt til að ganga frá lausum munum.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn:

Austlæg og síðar suðaustlæg átt 3-10 metrar á sekúndu. Dálítil væta með köflum, en úrkomulítið fyrir norðan. Dregur úr úrkomu þegar líður á daginn og léttir heldur til norðaustanlands og á Vesturlandi. Vaxandi suðaustan átt suðvestantil á landinu þegar líður á kvöldið. Hiti 10 til 20 stig að deginum, hlýjast í innsveitum fyrir norðan.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert