Hér má sjá eldgosið

Það rýkur úr eldstöðinni.
Það rýkur úr eldstöðinni. Skjáskot

Nokkrar leiðir eru færar til þess að sjá eldgosið með eigin augum, án þess að fara að Holuhrauni. Þannig hefur Míla komið upp vefmyndavélum og sýna þær eldhræringarnar ágætlega sem og að Veðurstofa Íslands birtir ljósmyndir af svæðinu reglulega.

Gossprungan í Holuhrauni er um 1 kílómetri að lengd og má sjá að úr henni rýkur á vefmyndavél Mílu. Þá má skoða vefmyndavélar Veðurstofu Íslands sem einnig birtir myndir af svæðinu.

Mart­in Hensch, jarðskjálfta­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir að eft­ir kl. 1 í nótt hafi dregið nokkuð úr gosóróa á svæðinu. Gosórói kom fram á mæl­um Veður­stof­unn­ar frá kl. 00.20-02.00.

Vefmyndavél Mílu

Vefmyndavélar Veðurstofu Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert