Líklegast var lítið gos undir jökli

Flugvél Landhelgisgæslunnar er búin fullkomnum búnaði sem nýst hefur vísindamönnum …
Flugvél Landhelgisgæslunnar er búin fullkomnum búnaði sem nýst hefur vísindamönnum gífurlega vel til að greina aðstæður og ástand á Vatnajökli. Myndin er tekin með eftirlitsbúnaði TF-SIF. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Ekki er hægt að staðfesta að eldgos hafi orðið undir Vatnajökli en Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur telur það langlíklegustu skýringuna á sigdældunum suðaustur af Bárðarbungu, sem sáust fyrst í eftirlitsflugi TF-SIF, flugvélar Landhelgisgæslunnar, á miðvikudaginn.

„Það er mjög ósennilegt að sigdældirnar hafi myndast vegna jarðhita og sennilegra að þarna hafi kvikan náð að brjótast upp á yfirborðið og að um lítið gos hafi verið að ræða,“ segir Magnús, sem hyggur að gosið hafi átt sér stað á síðustu dögum.

„Sigkatlarnir höfðu ekki myndast á föstudaginn fyrir viku en þá var fólk á svæðinu að setja upp skjálftamæla.“ Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag telur Magnús mögulegt að gosið hafi orðið á laugardaginn og staðið stutt.

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir skjálftasvæðið í gærmorgun og náðust …
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir skjálftasvæðið í gærmorgun og náðust stórkostlegar myndir af jöklinum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert