Sér gosið frá Grímsstöðum

Gosið á vefmyndavél Mílu.
Gosið á vefmyndavél Mílu. Míla

Bragi Benediktsson, ferðaþjónustubóndi að Grímsstöðum á Fjöllum, segist sjá leiftur frá gosstöðvunum í Holuhrauni. Hann er í um 100 km fjarlægð frá gosstöðvunum. Hann segir mjög gott skyggni. „Ég sé aðeins leiftur þarna upp af. Þetta er virðist lítið, að minnsta kosti héðan frá séð.“

Bragi segir háskýjað og vel sjáist til allra átta. „Ég sé þetta af og til, stundum hverfur þetta alveg sjónum.“

Hjá Braga á Grímsstöðum eru nú ferðamenn m.a. frá Spáni. Bragi sagðist ekki viss um að það væri þess virði að vekja fólkið til að sjá þetta, þó að vissulega væri þetta líklega í fyrsta sinn sem það sæi eldgos.

„Ég mun fylgjast vel með þessu, fyrir mína ferðamenn,“ segir Bragi en það var blaðamaður mbl.is sem vakti athygli hans á því að eldgos væri hafið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert