Útskrifaðir af gjörgæslu í dag

Fólkið var flutt til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Fólkið var flutt til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ljósmynd/Flugtæknideild Landhelgisgæslunnar

Tveir erlendir ferðamenn sem fluttir voru með þyrlu til Reykjavíkur eftir bílveltu í Norðurárdal á fimmta tímanum í gær verða útskrifaðir af gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi síðar í dag. 

Sjö ferðamenn voru í bílnum sem valt. Í heildina voru þrír fluttir með þyrlunni en hinir fimm voru fluttir til Reykjavíkur í sjúkrabifreiðum. Vélin malt á malarvegi eftir að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum. 

Að sögn lög­regl­unn­ar í Borg­ar­nesi barst til­kynn­ing um slysið kl. 16.30. Bif­reiðin valt á Norðurár­dals­vegi, skammt frá bæn­um Skarðshamri. Ekki ligg­ur fyr­ir hvað olli því að ökumaður bif­reiðar­inn­ar missti stjórn á henni. 

Frétt mbl.is: Sjö slösuðust í bílveltu - þrír fluttir með þyrlu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert