Alveg bannað að krumpa foringjann

Laganemarnir og vinirnir Davíð Karl Wiium og Davíð Vilmundarson vildu sjá Norður-Kóreu með eigin augum eftir að hafa heyrt eitt og annað um stöðu landsins í gegnum árin. Margt kom þeim á óvart og ekki síst hve skrumskæld mynd dregin hefur verið upp af landi og þjóð í fréttaflutningi á Vesturlöndum. Í Norður-Kóreu sáu þeir margt stórfurðulegt en líka margt einstaklega fallegt.

Í huga margra stendur Norður-Kórea fyrir kommúníska harðstjórn, yfirvofandi kjarnorkutilraunir og fleira miður uppbyggilegt. Norður-Kórea hefur töluvert verið í fréttunum, ekki síst vegna leiðtogans Kim Jong-Un sem hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna. Forvitnir um þetta umtalaða land ákváðu þeir Davíð Karl Wiium og Davíð Vilmundarson að fara þangað til að sjá með eigin augum hvers kyns er.

Vegabréfin tekin í lestinni

Í júní fóru þeir með breskri ferðaskrifstofu yfir landamæri Norður-Kína og Norður-Kóreu. „Til að fara þangað er ekki nóg að mæta með vegabréf og ætla yfir landamærin. Þú þarft áritun í Kína og það eru nokkrar ferðaskrifstofur sem hafa leyfi til að fara með ferðamenn yfir til Norður-Kóreu. Það er eiginlega eina örugga leiðin til að komast þangað,“ segir Davíð en þeir Davíð Karl ferðuðust ásamt sex öðrum ferðalöngum til staða sem ferðaskrifstofan var með leyfi til að fara á. Ekki er hægt að fara hvert sem er því strangar reglur gilda um hvað ferðamenn mega sjá og hvað ekki. Farið er með lest frá kínverska bænum Dandong þar sem áin Yalu skilur löndin að. Í Dandong sáu þeir yfir til Norður-Kóreu og var sú upplifun allsérstök ein og sér. „Maður stendur við ána Kínamegin með öll háhýsin sem þar eru og horfir yfir til Norður-Kóreu. Það sem maður sér þar er til dæmis sundlaug og hringekja til að sýna hvað þetta lítur vel út en svo er ekkert í gangi þar,“ segir Davíð Karl.

Maður tengdur ferðaskrifstofunni fylgdi þeim í lestina og þá varð ekki aftur snúið. Vegabréfin voru tekin af þeim í lestinni og þau geymd á meðan hinir íslensku ferðalangar voru í Norður-Kóreu.

„Maður þarf að gera grein fyrir öllu sem maður er með, hvort sem það eru fjármunir eða bækur,“ segir Davíð Karl.

Ókrumpaður Kim Jong-Un

Báðir eru þeir Davíð og Davíð Karl lunknir ljósmyndarar en þeir tóku eina myndavél með yfir landamærin til að lenda ekki í klandri, enda gilda strangar reglur um hvað má mynda og jafnvel hvernig. Til dæmis þarf að gæta vel að rammanum þegar styttur af leiðtogunum eru myndaðar því þeir verða allir að vera inni á myndinni, þ.e. öll styttan. Ef það vantar hönd eða fót í rammann á að henda myndinni eins og einn í hópnum fékk að reyna. „Samkvæmt lögum verður öll styttan að vera inni á myndinni og helst á að taka myndina þannig að horft sé upp á styttuna því það má ekki horfa niður á leiðtogann. Það var einn í hópnum látinn eyða út mynd sem þar sem einungis efri hluti styttunnar var á myndinni,“ segja þeir. Vel er fylgst með ferðamönnum sem koma til landsins og allir, sama hverrar þjóðar, kyns eða trúar, eiga að sýna leiðtoganum fulla virðingu. „Það er bannað að krumpa myndir af leiðtogunum. Það eru nánast eingöngu myndir af leiðtogunum í dagblöðunum og blöðin eru sérstaklega brotin saman þannig að myndirnar af leiðtogunum krumpist ekki. Blöðin eru prentuð eftir ákveðnum stöðlum þannig að þegar þú brýtur þau saman krumpast myndirnar ekki. Það eru ekki myndir af leiðtogunum á peningaseðlum af sömu ástæðu. Þeir mega ekki krumpast,“ segir Davíð.

Blátt bann er við því að taka myndir af hermönnum, hernaðarlegum innsetningum, almennum borgurum og fátækt. Eftir sem áður tóku þeir félagar fjölda ljósmynda sem sýna bæði menninguna, mannlífið og landslagið.

Brengluð mynd í fréttum

Sem fyrr segir gátu þeir ekki valið hvert þeir fóru heldur var ferðin skipulögð af ferðaskrifstofunni. „Þrátt fyrir það fundum við að við vorum mjög velkomnir hvar sem við komum. Ferðamönnum eru sýndar bestu hliðarnar á landinu en sú hlið er mjög brengluð í augum okkar út frá þeirri heildarsýn sem við höfum um það hvernig heimurinn á að virka. Þeir sýndu okkur hluti sem eru alveg út í hött,“ segir Davíð og minnist til dæmis á það fyrsta sem þeim var sýnt í borginni Pyongyang. Það voru fimmtán metra háar bronsstyttur af leiðtogunum og var fyrst farið með ferðamennina átta til að kaupa blóm sem þeir svo lögðu við stytturnar þar sem allt var tandurhreint og fínt.

Margt kom þeim Davíð og Davíð Karli á óvart en þeir eru sammála um að sú mynd sem dregin er upp af landinu í vestrænum fjölmiðlum sé bæði ýkt og brengluð. „Það er ljóst að þeir setja upp leikrit á einhvern hátt fyrir ferðamennina og við fáum ekki hreinskilnisleg svör við öllum okkar spurningum en margt af því sem fram kemur í fréttum um Norður-Kóreu er einfaldlega rangt og kannski er það viljandi rangt. Þeir eru kannski að prófa einhver vopn en af hverju? Það er ekki vegna þess að þeir vilji heimsyfirráð og ekki vilja þeir fara aftur í stríð . Þeim er ógnað. Þeim er ógnað vegna þess að Bandaríkjamenn, Suður-Kóreumenn og Japanir eru með stríðsæfingar í kringum landið þeirra í augsýn á hverju ári. Þeim er endalaust hótað og það sem er birt í erlendum fréttum er 50% bull og 100% ýkt. Landið er auðvitað orðið mjög einangrað og fátæktin mikil en það er ekki nærri því eins hættulegt að fara þangað og gefið er í skyn,“ segir Davíð og nafni hans Davíð Karl tekur undir.

Það á sannarlega við víða að fleiri en ein hlið er á öllum málum og í raun ógerlegt að mynda sér skoðun ef upplýsingaflæðið er einhliða. Í huga Davíðs Vilmundarsonar og Davíð Karls Wiium er eitt alveg á hreinu og það er að þeir ætla aftur til Norður-Kóreu og það sem fyrst!

Bloggað um fréttina

Innlent »

Lokahnykkur hafnarframkvæmda

08:18 Verktakar eru að leggja lokahönd á nýtt athafna- og geymslusvæði við Húsavíkurhöfn. Er þetta lokahnykkurinn í miklum framkvæmdum sem ráðist er í vegna iðnaðaruppbyggingar á Bakka. Meira »

Hafa þrek og þor í verkefnin

08:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins segir að kosningarnar í haust muni meðal annars snúast um að leysa húsnæðisvandann, einkum hjá ungu fólki sem komist ekki út úr foreldrahúsum eða af leigumarkaði vegna þess að það eigi ekki fyrir útborguninni. Meira »

Íslenskur lax fjarskyldur Evrópulaxi

07:57 Í nýrri grein sem birt var í Vísindariti Alþjóðahafrannsóknaráðsins, ICES Journal of Marine Science, er greint frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á erfðafræði Atlantshafslax. Meira »

Boða aðgerðir í kynferðisbrotamálum

07:37 Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen. Meira »

Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar

07:28 Herjólfur stefnir til Landeyjahafnar í dag en óvissa er með ferðir skipsins til og frá höfninni klukkan 11 og 12.45 vegna flóðastöðu. Meira »

Grunaðir um ölvunar- og fíkniefnaakstur

07:14 Bifreið var stöðvuð í Hraunbæ um hálfeittleytið í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.  Meira »

Tæpar 5 milljónir fyrir kynningarrit

06:41 Reykjavíkurborg greiddi 4,8 milljónir króna fyrir kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í borginni sem var dreift í hús í vikunni. Meira »

Svört forsíða Stundarinnar

07:03 Forsíða nýjasta tölublaðs Stundarinnar er með óvenjulegu sniði í dag en hún er svört. Ástæðan er væntanlega lögbann sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavík Media upp úr gögnum úr gamla Glitni. Meira »

Isavia kyrrsetti flugvél Air Berlin

06:28 Isavia kyrrsetti skömmu fyrir miðnætti flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum og eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. Meira »

Alvarlega slasaður eftir bílveltu

06:19 Einn maður slasaðist alvarlega í bílveltu í Álftafirði í Ísafjarðardjúpi seint í gærkvöldi. Björgunarsveitir frá norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út eftir vegna manns sem hafði verið á leið til Ísafjarðar en ekkert spurst til. Bílinn fannst utan vegar í Álftafirði á ellefta tímanum. Meira »

Mikil rigning á Austfjörðum

06:10 Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum fram undir hádegi og má búast við vatnavöxtum ásamt auknum líkum á skriðuföllum. Meira »

Skoða afstöðu til gjaldtöku

05:30 Reykjanes Geopark hefur óskað eftir afstöðu sveitarfélaga á svæðinu til hugsanlegrar gjaldtöku á ferðamannastöðum. „Við erum að kanna afstöðu sveitarfélaga til þess hvaða leiðir eigi að fara til að fjármagna uppbyggingu. Meira »

Óheimilt að skerða bætur

05:30 Úrskurðarnefnd velferðarmála felldi úr gildi ákvörðun Tryggingastofnunar ríkisins um að skerða tekjutengd bótaréttindi ellilífeyrisþega á Íslandi vegna erlendra lífeyrissjóðsgreiðslna. Meira »

Girða fyrir svigrúm til skattalækkana

05:30 Verði kosningaloforð stjórnmálaflokkanna að veruleika verður lítið svigrúm fyrir skattalækkanir næstu ár.   Meira »

Tvær nýjar ylstrandir í Reykjavík

05:30 Stefnt er að því að ylstrandir verði búnar til við Gufunes og við Skarfaklett. Tillaga borgarstjóra þess efnis að stofnaður verði starfshópur um að kanna möguleika á því að nýta heitt umframvatn til þess var samþykkt í borgarráði í gær. Meira »

Eykur áhættu í hagkerfinu

05:30 Mikil aukning ríkisútgjalda næstu misseri getur haft ýmar afleiðingar. Með því væri ríkið að örva hagkerfið á versta tíma í hámarki uppsveiflunnar sem myndi ógna stöðugleika og samkeppnishæfni landsins. Meira »

Suðurnesin skilin eftir í framlögum

05:30 Fjárveitingar ríkisins til helstu stofnana á Suðurnesjum eru mun lægri en það sem þekkist í öðrum landshlutum. Þetta er meðal þess sem rætt var á opnum fundi á vegum Reykjanesbæjar í Safnahúsinu í gærkvöldi. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn kostar mestu til

05:30 „Við erum að áætla að kosningarbaráttan geti kostað Sjálfstæðisflokkinn á landsvísu 30 til 35 milljónir króna í heild, en það hvernig þessi útgjöld skiptast er ekki komið á hreint enn og því ótímabært að tala um það,“ segir Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Antikhúsgögn
Antíkhúsgögn og munir í úrvali. Skoðið heimasíðuna. Erum á Facebook. Opið frá kl...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á bókum um helgina 50% afsláttur allt á að seljast Hjá Þorvaldi í K...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Rýmingarsala
Til sölu
Rýmingarsala á bókum um helgina 5...