Alveg bannað að krumpa foringjann

Laganemarnir og vinirnir Davíð Karl Wiium og Davíð Vilmundarson vildu sjá Norður-Kóreu með eigin augum eftir að hafa heyrt eitt og annað um stöðu landsins í gegnum árin. Margt kom þeim á óvart og ekki síst hve skrumskæld mynd dregin hefur verið upp af landi og þjóð í fréttaflutningi á Vesturlöndum. Í Norður-Kóreu sáu þeir margt stórfurðulegt en líka margt einstaklega fallegt.

Í huga margra stendur Norður-Kórea fyrir kommúníska harðstjórn, yfirvofandi kjarnorkutilraunir og fleira miður uppbyggilegt. Norður-Kórea hefur töluvert verið í fréttunum, ekki síst vegna leiðtogans Kim Jong-Un sem hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna. Forvitnir um þetta umtalaða land ákváðu þeir Davíð Karl Wiium og Davíð Vilmundarson að fara þangað til að sjá með eigin augum hvers kyns er.

Vegabréfin tekin í lestinni

Í júní fóru þeir með breskri ferðaskrifstofu yfir landamæri Norður-Kína og Norður-Kóreu. „Til að fara þangað er ekki nóg að mæta með vegabréf og ætla yfir landamærin. Þú þarft áritun í Kína og það eru nokkrar ferðaskrifstofur sem hafa leyfi til að fara með ferðamenn yfir til Norður-Kóreu. Það er eiginlega eina örugga leiðin til að komast þangað,“ segir Davíð en þeir Davíð Karl ferðuðust ásamt sex öðrum ferðalöngum til staða sem ferðaskrifstofan var með leyfi til að fara á. Ekki er hægt að fara hvert sem er því strangar reglur gilda um hvað ferðamenn mega sjá og hvað ekki. Farið er með lest frá kínverska bænum Dandong þar sem áin Yalu skilur löndin að. Í Dandong sáu þeir yfir til Norður-Kóreu og var sú upplifun allsérstök ein og sér. „Maður stendur við ána Kínamegin með öll háhýsin sem þar eru og horfir yfir til Norður-Kóreu. Það sem maður sér þar er til dæmis sundlaug og hringekja til að sýna hvað þetta lítur vel út en svo er ekkert í gangi þar,“ segir Davíð Karl.

Maður tengdur ferðaskrifstofunni fylgdi þeim í lestina og þá varð ekki aftur snúið. Vegabréfin voru tekin af þeim í lestinni og þau geymd á meðan hinir íslensku ferðalangar voru í Norður-Kóreu.

„Maður þarf að gera grein fyrir öllu sem maður er með, hvort sem það eru fjármunir eða bækur,“ segir Davíð Karl.

Ókrumpaður Kim Jong-Un

Báðir eru þeir Davíð og Davíð Karl lunknir ljósmyndarar en þeir tóku eina myndavél með yfir landamærin til að lenda ekki í klandri, enda gilda strangar reglur um hvað má mynda og jafnvel hvernig. Til dæmis þarf að gæta vel að rammanum þegar styttur af leiðtogunum eru myndaðar því þeir verða allir að vera inni á myndinni, þ.e. öll styttan. Ef það vantar hönd eða fót í rammann á að henda myndinni eins og einn í hópnum fékk að reyna. „Samkvæmt lögum verður öll styttan að vera inni á myndinni og helst á að taka myndina þannig að horft sé upp á styttuna því það má ekki horfa niður á leiðtogann. Það var einn í hópnum látinn eyða út mynd sem þar sem einungis efri hluti styttunnar var á myndinni,“ segja þeir. Vel er fylgst með ferðamönnum sem koma til landsins og allir, sama hverrar þjóðar, kyns eða trúar, eiga að sýna leiðtoganum fulla virðingu. „Það er bannað að krumpa myndir af leiðtogunum. Það eru nánast eingöngu myndir af leiðtogunum í dagblöðunum og blöðin eru sérstaklega brotin saman þannig að myndirnar af leiðtogunum krumpist ekki. Blöðin eru prentuð eftir ákveðnum stöðlum þannig að þegar þú brýtur þau saman krumpast myndirnar ekki. Það eru ekki myndir af leiðtogunum á peningaseðlum af sömu ástæðu. Þeir mega ekki krumpast,“ segir Davíð.

Blátt bann er við því að taka myndir af hermönnum, hernaðarlegum innsetningum, almennum borgurum og fátækt. Eftir sem áður tóku þeir félagar fjölda ljósmynda sem sýna bæði menninguna, mannlífið og landslagið.

Brengluð mynd í fréttum

Sem fyrr segir gátu þeir ekki valið hvert þeir fóru heldur var ferðin skipulögð af ferðaskrifstofunni. „Þrátt fyrir það fundum við að við vorum mjög velkomnir hvar sem við komum. Ferðamönnum eru sýndar bestu hliðarnar á landinu en sú hlið er mjög brengluð í augum okkar út frá þeirri heildarsýn sem við höfum um það hvernig heimurinn á að virka. Þeir sýndu okkur hluti sem eru alveg út í hött,“ segir Davíð og minnist til dæmis á það fyrsta sem þeim var sýnt í borginni Pyongyang. Það voru fimmtán metra háar bronsstyttur af leiðtogunum og var fyrst farið með ferðamennina átta til að kaupa blóm sem þeir svo lögðu við stytturnar þar sem allt var tandurhreint og fínt.

Margt kom þeim Davíð og Davíð Karli á óvart en þeir eru sammála um að sú mynd sem dregin er upp af landinu í vestrænum fjölmiðlum sé bæði ýkt og brengluð. „Það er ljóst að þeir setja upp leikrit á einhvern hátt fyrir ferðamennina og við fáum ekki hreinskilnisleg svör við öllum okkar spurningum en margt af því sem fram kemur í fréttum um Norður-Kóreu er einfaldlega rangt og kannski er það viljandi rangt. Þeir eru kannski að prófa einhver vopn en af hverju? Það er ekki vegna þess að þeir vilji heimsyfirráð og ekki vilja þeir fara aftur í stríð . Þeim er ógnað. Þeim er ógnað vegna þess að Bandaríkjamenn, Suður-Kóreumenn og Japanir eru með stríðsæfingar í kringum landið þeirra í augsýn á hverju ári. Þeim er endalaust hótað og það sem er birt í erlendum fréttum er 50% bull og 100% ýkt. Landið er auðvitað orðið mjög einangrað og fátæktin mikil en það er ekki nærri því eins hættulegt að fara þangað og gefið er í skyn,“ segir Davíð og nafni hans Davíð Karl tekur undir.

Það á sannarlega við víða að fleiri en ein hlið er á öllum málum og í raun ógerlegt að mynda sér skoðun ef upplýsingaflæðið er einhliða. Í huga Davíðs Vilmundarsonar og Davíð Karls Wiium er eitt alveg á hreinu og það er að þeir ætla aftur til Norður-Kóreu og það sem fyrst!

Bloggað um fréttina

Innlent »

Smíði Viðeyjar RE miðar vel

23:33 „Þessu miðar ágætlega hjá okkur og við erum að miða við að skipið verði komið heim fyrir jól. Það er að styttast í prufukeyrslu á vélbúnaði og verður ljósavélum startað í vikunni.“ Þetta segir Þórarinn Sigurbjörnssyni, skipaeftirlitsmaður HB Granda á vef Granda í dag. Meira »

Stöðvuðu 20 fyrir of hraðan akstur

23:13 Lögreglan á Austurlandi hefur undanfarna tvo daga stöðvað rúmlega 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá þeirra sem hraðast ók var tekin á 134 km hraða í Skriðdalnum á leið sinni til Egilsstaða um kaffileytið í dag. Meira »

Sækja bætur vegna seinkunarinnar

21:53 Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda seinnipart laugardags, lenti klukkan 4 í morgun. Meira »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

Búið að yfirheyra manninn

17:12 Búið er að yfirheyra ungan karlmann sem var handtekinn í gær í Leifsstöð eftir háskalega eftirför frá Reykjanesbraut að flugstöðinni. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Meira »

Komið verði til móts við bændur

17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »

Af og frá að þrýstingi hafi verið beitt

17:12 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen var útilokaður sem sakborningur í máli þar sem Thomasi Möller Olsen er gefið að sök að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn, meðal annars af því ekki fundust lífsýni úr Birnu á fötum hans, líkt og á fötum Thomasar. Meira »
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 49 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
HANDRIÐ _ SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK-síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...