Alveg bannað að krumpa foringjann

Laganemarnir og vinirnir Davíð Karl Wiium og Davíð Vilmundarson vildu sjá Norður-Kóreu með eigin augum eftir að hafa heyrt eitt og annað um stöðu landsins í gegnum árin. Margt kom þeim á óvart og ekki síst hve skrumskæld mynd dregin hefur verið upp af landi og þjóð í fréttaflutningi á Vesturlöndum. Í Norður-Kóreu sáu þeir margt stórfurðulegt en líka margt einstaklega fallegt.

Í huga margra stendur Norður-Kórea fyrir kommúníska harðstjórn, yfirvofandi kjarnorkutilraunir og fleira miður uppbyggilegt. Norður-Kórea hefur töluvert verið í fréttunum, ekki síst vegna leiðtogans Kim Jong-Un sem hefur verið í kastljósi fjölmiðlanna. Forvitnir um þetta umtalaða land ákváðu þeir Davíð Karl Wiium og Davíð Vilmundarson að fara þangað til að sjá með eigin augum hvers kyns er.

Vegabréfin tekin í lestinni

Í júní fóru þeir með breskri ferðaskrifstofu yfir landamæri Norður-Kína og Norður-Kóreu. „Til að fara þangað er ekki nóg að mæta með vegabréf og ætla yfir landamærin. Þú þarft áritun í Kína og það eru nokkrar ferðaskrifstofur sem hafa leyfi til að fara með ferðamenn yfir til Norður-Kóreu. Það er eiginlega eina örugga leiðin til að komast þangað,“ segir Davíð en þeir Davíð Karl ferðuðust ásamt sex öðrum ferðalöngum til staða sem ferðaskrifstofan var með leyfi til að fara á. Ekki er hægt að fara hvert sem er því strangar reglur gilda um hvað ferðamenn mega sjá og hvað ekki. Farið er með lest frá kínverska bænum Dandong þar sem áin Yalu skilur löndin að. Í Dandong sáu þeir yfir til Norður-Kóreu og var sú upplifun allsérstök ein og sér. „Maður stendur við ána Kínamegin með öll háhýsin sem þar eru og horfir yfir til Norður-Kóreu. Það sem maður sér þar er til dæmis sundlaug og hringekja til að sýna hvað þetta lítur vel út en svo er ekkert í gangi þar,“ segir Davíð Karl.

Maður tengdur ferðaskrifstofunni fylgdi þeim í lestina og þá varð ekki aftur snúið. Vegabréfin voru tekin af þeim í lestinni og þau geymd á meðan hinir íslensku ferðalangar voru í Norður-Kóreu.

„Maður þarf að gera grein fyrir öllu sem maður er með, hvort sem það eru fjármunir eða bækur,“ segir Davíð Karl.

Ókrumpaður Kim Jong-Un

Báðir eru þeir Davíð og Davíð Karl lunknir ljósmyndarar en þeir tóku eina myndavél með yfir landamærin til að lenda ekki í klandri, enda gilda strangar reglur um hvað má mynda og jafnvel hvernig. Til dæmis þarf að gæta vel að rammanum þegar styttur af leiðtogunum eru myndaðar því þeir verða allir að vera inni á myndinni, þ.e. öll styttan. Ef það vantar hönd eða fót í rammann á að henda myndinni eins og einn í hópnum fékk að reyna. „Samkvæmt lögum verður öll styttan að vera inni á myndinni og helst á að taka myndina þannig að horft sé upp á styttuna því það má ekki horfa niður á leiðtogann. Það var einn í hópnum látinn eyða út mynd sem þar sem einungis efri hluti styttunnar var á myndinni,“ segja þeir. Vel er fylgst með ferðamönnum sem koma til landsins og allir, sama hverrar þjóðar, kyns eða trúar, eiga að sýna leiðtoganum fulla virðingu. „Það er bannað að krumpa myndir af leiðtogunum. Það eru nánast eingöngu myndir af leiðtogunum í dagblöðunum og blöðin eru sérstaklega brotin saman þannig að myndirnar af leiðtogunum krumpist ekki. Blöðin eru prentuð eftir ákveðnum stöðlum þannig að þegar þú brýtur þau saman krumpast myndirnar ekki. Það eru ekki myndir af leiðtogunum á peningaseðlum af sömu ástæðu. Þeir mega ekki krumpast,“ segir Davíð.

Blátt bann er við því að taka myndir af hermönnum, hernaðarlegum innsetningum, almennum borgurum og fátækt. Eftir sem áður tóku þeir félagar fjölda ljósmynda sem sýna bæði menninguna, mannlífið og landslagið.

Brengluð mynd í fréttum

Sem fyrr segir gátu þeir ekki valið hvert þeir fóru heldur var ferðin skipulögð af ferðaskrifstofunni. „Þrátt fyrir það fundum við að við vorum mjög velkomnir hvar sem við komum. Ferðamönnum eru sýndar bestu hliðarnar á landinu en sú hlið er mjög brengluð í augum okkar út frá þeirri heildarsýn sem við höfum um það hvernig heimurinn á að virka. Þeir sýndu okkur hluti sem eru alveg út í hött,“ segir Davíð og minnist til dæmis á það fyrsta sem þeim var sýnt í borginni Pyongyang. Það voru fimmtán metra háar bronsstyttur af leiðtogunum og var fyrst farið með ferðamennina átta til að kaupa blóm sem þeir svo lögðu við stytturnar þar sem allt var tandurhreint og fínt.

Margt kom þeim Davíð og Davíð Karli á óvart en þeir eru sammála um að sú mynd sem dregin er upp af landinu í vestrænum fjölmiðlum sé bæði ýkt og brengluð. „Það er ljóst að þeir setja upp leikrit á einhvern hátt fyrir ferðamennina og við fáum ekki hreinskilnisleg svör við öllum okkar spurningum en margt af því sem fram kemur í fréttum um Norður-Kóreu er einfaldlega rangt og kannski er það viljandi rangt. Þeir eru kannski að prófa einhver vopn en af hverju? Það er ekki vegna þess að þeir vilji heimsyfirráð og ekki vilja þeir fara aftur í stríð . Þeim er ógnað. Þeim er ógnað vegna þess að Bandaríkjamenn, Suður-Kóreumenn og Japanir eru með stríðsæfingar í kringum landið þeirra í augsýn á hverju ári. Þeim er endalaust hótað og það sem er birt í erlendum fréttum er 50% bull og 100% ýkt. Landið er auðvitað orðið mjög einangrað og fátæktin mikil en það er ekki nærri því eins hættulegt að fara þangað og gefið er í skyn,“ segir Davíð og nafni hans Davíð Karl tekur undir.

Það á sannarlega við víða að fleiri en ein hlið er á öllum málum og í raun ógerlegt að mynda sér skoðun ef upplýsingaflæðið er einhliða. Í huga Davíðs Vilmundarsonar og Davíð Karls Wiium er eitt alveg á hreinu og það er að þeir ætla aftur til Norður-Kóreu og það sem fyrst!

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrír árekstrar á Akureyri í kvöld

23:14 Þrír árekstrar hafa orðið með skömmu millibili á Akureyri í kvöld, en glerhált er á götum bæjarins eftir að snögghlýnaði í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Að minnsta kosti einn áreksturinn, á gatnamótum Borgarbrautar og Glerárgötu, var töluvert harður, en lítil sem engin slys urðu á fólki. Meira »

Skúli Mogensen Markaðsmaður ársins

22:06 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air er Markaðsmaður ársins 2017, en það var samhljóða álit dómnefndar ÍMARK, samtaka markaðsfólks á Íslandi, sem veitti Markaðsverðlaunin 2017 á Kjarvalstöðum í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti Skúla verðlaunin. Meira »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

20:17 Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »

Fossadagatalið rýkur út

19:38 Fossadagatalið 2018 og Fossabæklingur með ljósmyndum af Gullfossum Stranda hefur rokið út í dag, á fyrsta söludegi. Dagatalið er nú uppselt hjá útgefanda en búið er að panta annað upplag, 1.000 eintök. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir tóku myndirnar. Meira »

Sagði ráðherra með dómara í vinnu

19:01 Lögmaður Jóhannesar Rúnars Jónssonar í áfrýjunarmáli hans og Ástráðs Haraldssonar vegna skipunar Landsréttardómara sagði það með ólíkindum að ráðherra hafi svigrúm til að ráða því hverjir verði dómarar og hverjir ekki eftir því hvort verið sé að skipa til Landsréttar, Hæstaréttar eða héraðsdóms. Meira »

Greindi frá áformum um kolefnishlutleysi

18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum nýrrar ríkisstjórnar í umhverfis- og lofslagsmálum og nefndi sérstaklega markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, í ávarpi sínu á leiðtogafundi í París í dag. Meira »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Stolnir munir kirkjugesta fundnir

17:13 Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
 
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Samkoma
Félagsstarf
Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins....
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...