Flogið yfir gossprunguna - myndband

Eyþór Páll Ásgeirsson flugmaður Mýflugs tók myndband í gær á snjallsímann sinn af gossprungunni í Holuhrauni. Eyþór og félagar í Mýflugi hafa flogið yfir gosstöðvarnar í allan dag og alltaf er vélin full enda margt að sjá.

Enn er mikil jarðskjálftavirkni í Vatnajökli, en þar hafa mælst yfir 2000 skjálftar á síðustu tveimur sólarhringum. GPS-mælingar sýna áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við norðurjaðar Vatnajökuls. Engar óvenjulegar breytingar hafa mælst á rennsli í Jökulsá á Fjöllum. Það sama á við um aðrar ár sem renna norðvestur úr Vatnajökli.

Eyþór Páll Ásgeirsson flugmaður Mýflugs útskýrir fyrir gestum sínum hvað …
Eyþór Páll Ásgeirsson flugmaður Mýflugs útskýrir fyrir gestum sínum hvað þau gætu séð í flugtúrnum. Krafla, Dettifoss, Ásbyrgi og auðvitað eldstöðin í Holuhrauni. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert