Íslandsmeistaratitillinn er í húfi

Keppnin var ræst í Nauthólsvík í morgun.
Keppnin var ræst í Nauthólsvík í morgun. mbl.is/Golli

„Hér er mjög góð stemning,“ segir Egill Þorsteinsson, formaður Kayakklúbbsins, en lokakeppni sumarsins í kayakróðri hófst kl. 10 í morgun. Keppnin er á vegum Kayakklúbbsins og er þriðja og síðasta keppni sumarsins sem gefur stig í Íslandsmeistarakeppninni.

Þátttakendur eru fimmtán talsins en keppt er í einstaklingskeppni í karla- og kvennaflokki.

Keppt er í hálfmaraþoni þar sem róið er á milli Nauthólsvíkur og Geldinganess og er það lengsta keppni ársins. Ræst var frá Nauthólsvík og er sjósett hjá Siglingaklúbbnum Siglunesi.

Keppendum er skylt að stoppa einu sinni á leiðinni við Seltjörn, sunnan við Gróttuvita, og keppendur verða að dvelja þar í a.m.k fimm mínútur áður en haldið er áfram. Róið er inn fyrir bauju sem staðsett verður við Sólfarið áður en leiðin liggur að marklínunni í Geldinganesi.

Keppnin tekur u.þ.b tvo tíma og er áhugasömum bent á eftirfarandi staði til þess að sjá keppendurna.

Stopp við sandfjöru sunnan við Gróttuvita kl. 10:50-11:20.

Bauja við Sólfarið kl. 11:20-12:00

Mark við Geldinganes kl. 12:10-12:50

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert