Komast ekki að sjá Dettifoss

Vinkonurnar Michele Huber, Tanja Wüest, Priska Schär, Nadine Rüdisühli frá …
Vinkonurnar Michele Huber, Tanja Wüest, Priska Schär, Nadine Rüdisühli frá Sviss. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í Baðlóninu í Mývatnssveit var fjöldi manns og voru Íslendingar sem erlendir ferðamenn ekki mjög stressaðir yfir umrótinu í norðanverðum Vatnajökli. Í hitanum ofaní var gos í jökli töluvert fjarri.

Jeff Phillips, frá Ástralíu, er staddur hér á landi að heimsækja ættingja og vini. „Ég get ekki sagt að ég sé hræddur við eldgosið. Ég meina, hvað á maður að gera ef það gýs. Hvert fer maður.“

Hann gat samt ekki annað en hrekkt konuna sína sem hefur miklar áhyggjur af veru hans á stað þar sem virkt eldgos er við það að fara blása.
„Konan mín er í Barcelona að skoða borgina. Ég sendi henni bréf í morgun sem í stóð; Ég er við eldstöðina og ég vildi bara segja þér að ég elska þig. Hún er álíka stressuð og fólið fyrir sunnan.“

Edda Lóa Phillips og Elín Guðmundsdóttir sögðu að fréttir af komandi gosi hefðu lítil áhrif á þeirra líf. „Þetta er nefnilega svolítið þannig að það vita allir af umrótinu en það er enginn að velta þeim mikið fyrir sér. Ekki hér allavega. Kannski meira í sveitunum við Ásbyrgi. En við erum róleg. Við bíðum bara eftir þessu. Bíðum eftir ævintýrum.“

Vinkonurnar Michele Huber, Tanja Wüest, Priska Schär, Nadine Rüdisühli frá Sviss sögðust ekkert vera hræddar við umrótið þó það hefði haft áhrif á ferðalag þeirra um landið.

„Við heyrðum að það hefði orðið gos en við erum ekki hræddar. Þetta hefur samt smá áhrif á okkar ferðalag því við gátum ekki skoðað Dettifoss sem okkur langaði mikið að skoða. Vegurinn þangað er lokaður og ekki að fara opna í bráð,“ sagði Michelle.

Þær voru hrifnar af landinu - allar sem ein; „Hér er svo fallegt. Í Sviss höfum við alpana en hér er allt svo öðruvísi. Það er allt eins í Sviss. Hér er einhvern veginn allt. Við erum ekki með sjóinn, ekki með Jökulsárlónið og ekki með eldfjöll.“ 

Edda Lóa Phillips með Lenu Phillips í fanginu, Heimir Máni, …
Edda Lóa Phillips með Lenu Phillips í fanginu, Heimir Máni, Jeff Phillips, þá Rebekka 4 ára, Kristján og loks Elín Guðmundsdóttir, mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fólk var almennt rólegt í dag í Lóninu.
Fólk var almennt rólegt í dag í Lóninu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert