Nýjar myndir af Holuhrauni

Sprungan er löng, en ekki mikilfengleg úr lofti
Sprungan er löng, en ekki mikilfengleg úr lofti mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eggert Jóhannesson, ljósmyndari Morgunblaðsins, fór í útsýnisflug með Mýflugi í dag. Eggert og félagar flugu yfir eldstöðina í Holuhrauni.

Fáfnir Árnason, flugstjóri Mýflugs, var með fulla vél af erlendum ferðamönnum. Tvo frá Ástralíu og tvo Þjóðverja. Þeim fannst ekkert leiðinlegt að vera í fréttaflugi enda fór Fáfnir nokkrar ferðir yfir eldstöðina - svona þangað til að Eggert væri kominn með nógu góða mynd. 

Þeir félagar flugu yfir Mývatn, Dettifoss, Dyngjujökul, Holuhraun og Ásbyrgi og voru Ástralarnir sáttir með flugið. Sögðu það hafa staðist allar sínar væntingar. Kvöddu með orðunum „G-day m8,“ sem er alltaf jafn fyndið,

Eldstöðin við þjóðlenduna í Holuhrauni var róleg að sjá. Gufubólstrar stíga enn til himins og nýja hraunið var tignarlegt. Það er hinsvegar erfitt að mynda bara gufu en engar eldglæringar.

Ljósmyndari mbl.is fór með Mýflugi yfir gosstöðvarnar.
Ljósmyndari mbl.is fór með Mýflugi yfir gosstöðvarnar. Eggert Jóhannesson
Flugmaðurinn Fáfnir Árnason.
Flugmaðurinn Fáfnir Árnason. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert