Sannspá um skuldalækkun

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Umsóknarfrestur fyrir höfuðstólslækkun verðtryggðra fasteignaveðlána rennur út á miðnætti mánudaginn 1. september.

Tæplega 63 þúsund umsóknir hafa borist ríkisskattstjóra síðan opnað var fyrir umsóknir um miðjan maímánuð. Bak við þær standa um 94 þúsund kennitölur og hafa umsóknir borist frá yfir hundrað löndum.

Þá hafa um 22 þúsund einstaklingar sótt um heimild til þess að ráðstafa séreignasparnaði til greiðslu húsnæðislána eða húsnæðissparnaðar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert