Síminn varar greiðslukortaþrjótum

Skjáskot af skilaboðunum. Síminn segist ekki hafa sent þessi skilaboð, …
Skjáskot af skilaboðunum. Síminn segist ekki hafa sent þessi skilaboð, og varar fólk við að fylgja hlekknum sem í þeim er, þar sem fólk er beðið um að gefa umm greiðslukortaupplýsingar. Skjáskot

mbl.is fékk í dag ábendingar um undarlegar póstsendingar með merki Símans, þar sem fólk er hvatt til að fara inn á slóð í símanum og gefa meðal annars upp greiðslukortaupplýsingar. Tölvupósturinn er ekki frá Símanum og er fólk varað við að fylgja slóðinni og að gefa upp þær upplýsingar sem óskað er eftir.

„Þessi póstur er ekki frá Símanum,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. „Síminn biður aldrei um kreditkortaupplýsingar í tölvupósti. Við hvetjum því viðskiptavini til að hafa varann á og eyða póstinum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert