Sjö mánuðir án samninga

Leikskólinn Krílakot á Kópaskeri.
Leikskólinn Krílakot á Kópaskeri. Ljósmynd/www.kopasker.123.is

Kjarasamningar sveitarfélaganna við Félag stjórnenda í leikskólum runnu út í lok janúar og ekki hafa náðst samningar enn.

Á mánudaginn hittast samninganefndirnar á sjöunda fundi sínum undir stjórn ríkissáttasemjara síðan deilunni var vísað til embættisins í júní.

„Ef maður horfir á þetta út frá kynjafræðinni þá grunar mann að það standi okkur fyrir þrifum að við séum kvennastétt. Það er búið að fækka okkur og svo á að halda okkur niðri í launum þannig að framgangur í starfi sé ekki eftirsóknarverður,“ segir Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður FSL, í samtali um stöðu samningamála félagsins í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert