Stefna á að skrá félagið í kauphallir

Sænska fjárfestingarfélagið AdvInvest eignaðist 57% hlut í Advania í gær.
Sænska fjárfestingarfélagið AdvInvest eignaðist 57% hlut í Advania í gær. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stefnt er að því að auka tekjur Advania verulega á erlendri grundu eftir að norrænir fjárfestar eignuðust meirihluta í félaginu.

Sænska fjárfestingarfélagið AdvInvest eignaðist 57% hlut í Advania eftir hluthafafund í gær.

Norðurlöndin eru markaðssvæði fyrirtækisins sem er með starfsstöðvar í þremur löndum: Íslandi, Svíþjóð og Noregi. „AdvInvest hefur upplýst hluthafa um að stefnt sé að því að skrá félagið í kauphöll á Íslandi og í Svíþjóð árið 2016 eða 2017,“ segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Advania, í samtali í Morgunblaðinu í dag, en slær þó varnagla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert