Stúdentar fá danska styrki í stað íslenskra námslána

Nýstúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri.
Nýstúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri. Af Facebook síðu MA

Lánþegum LÍN sem stunda nám erlendis fækkaði um 308 milli skólaáranna 2012 til 2013 og 2013 til 2014.

Langmest fækkaði lánþegum í Danmörku, eða um 209, en á sama tíma fjölgaði þeim Íslendingum sem þiggja danska námsstyrkinn SU um 72.

Styrkirnir urðu aðgengilegri íslenskum námsmönnum í febrúar 2013 þegar Evrópudómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að allir ríkisborgarar innan EES-svæðisins ættu rétt til dönsku styrkjanna ef þeir stunduðu einnig atvinnu á danskri grund.

Auk grunnstyrksins, sem hljóðar upp á um 121 þúsund krónur á mánuði, geta stúdentar fengið ýmsa aukastyrki eftir aðstæðum viðkomandi. Einnig er boðið upp á námslán aukalega, nægi styrkurinn ekki fyrir uppihaldi námsmannsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert