Yfir 1200 jarðskjálftar

Gossprungan í Holuhrauni.
Gossprungan í Holuhrauni. mbl.is/Golli

Yfir 1.200 jarðskjálftar hafa mælst síðan á miðnætti í Vatnajökli, langflestir á nyrðri hluta kvikugangsins. Stærsti skjálftinn í kvöld var 3,7, en hann átti upptök sín 4,1 km ASA af Bárðarbungu.

Eins og sagt var í morgun, þá nær hinn virki hluti innskotsins frá u.þ.b. fjórum km suður af jökuljaðrinum og til norðurs að gosstöðvunum þar sem hraun kom upp í gær. Engin merki sjást um það að kvikugangurinn sé að lengjast til norðurs.

Engir jarðskjálftar yfir 4 að stærð hafa mælst á brún Bárðarbunguöskjunnar síðan í morgun. Einn skjálfti, M2,1 að stærð, varð á norðurbrúninni kl. 13:40.

Nokkrir smáir skjálftar urðu kringum eldfjallið Öskju. Í heild má segja að engin markverð breyting hafi orðið á jarðskjálftavirkninni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert