Akureyringar söfnuðu fyrir íbúa á Gaza

Ljósmynd/Þorgeir

Akureyrarvöku, menningarhátíð Akureyringa, lauk í gærkvöldi með einstaklega fallegum gjörningi sem nefndist Friðarvaka.

Vel heppnaðri dagskrá með fjölbreyttum viðburðum víðsvegar um bæinn lauk með kraftmiklum tónleikum í Listagilinu um kvöldið. Í stað þess að sprengja flugelda að þeim loknum þótti betur við hæfi að minnast fórnarlamba stríðsátaka með kyrrðarstund. „Við erum ekki bara Akureyringar, við erum Íslendingar, við erum jarðarbúar,“ sögðu Jón Gunnar og Kristín Sóley, verkefnisstjórar hátíðarinnar.

Bæjarbúar röðuðu því kertum í kirkjutröppurnar með aðstoð björgunarsveita og dvöldu um stund í kyrrð. Allur ágóði af kertasölunni fer til PMRS, læknasamtaka sem starfa á Gaza-svæðinu.

Ljósmynd/Agnes Skúladóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert