Einungis má fljúga yfir gosið í 2 km hæð

Gos í eldstöðinni í Holuhrauni norðan Vatnajökuls sem hófst á ný í morgun hefur ekki áhrif á flugumferð. Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík hefur skilgreint hættusvæði vegna blindflugs umhverfis eldstöðina í samræmi við upplýsingar frá Veðurstofu íslands.

Svæðið nær norður undir Mývatn og einungis upp í 6.000 feta (2 km) hæð. Flugvélar voru ekki á svæðinu þegar eldgossins varð vart í morgun og það hefur engin áhrif á flugsamgöngur.

Hnit skilgreinds hættusvæðis vegna blindflugs: N6445W01610 - N6445W01730 - N6530W01800 - N6530W01600 - N6445W 01730

Þetta kort af hættusvæðinu sendi Isavia frá sér í morgun.
Þetta kort af hættusvæðinu sendi Isavia frá sér í morgun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert