Leki á Landspítalanum

Svona var ástandið á gangi Landspítalans í morgun.
Svona var ástandið á gangi Landspítalans í morgun. Ljósmynd/Jón Gunnarsson

Vatn lak inn á gang í Landspítalanum í morgun og þurftu vaktmenn að setja fötur undir lekann. Jón Gunnarsson alþingismaður vakti athygli á lekanum á facebook í morgun, en hann segir að ástandið á húsnæði Landspítalans sé algjörlega óviðunandi.

Lekinn er á gangi skammt frá þar sem sjúkrabílarnir koma að spítalanum.

Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum kemur vatnslekinn frá þaki hússins. Þakið er steypt og hefur ítrekað lekið rigningarvatn í gegnum það. Reynt hefur verið að þétta þakið á síðustu árum en illa hefur gengið að koma algerlega í veg fyrir lekann.

Vatn hefur lekið inn í hús víðar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Slökkviliðið hefur farið í tugi útkalla. Slökkviliðið beinir því til fólks að hreinsa frá niðurföllum og huga að kjöllurum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert