Tvennt slasað eftir að húsbíll splundraðist

Eins og sést á þessari ljósmynd sem vegfarandi tók, gjöreyðilagðist …
Eins og sést á þessari ljósmynd sem vegfarandi tók, gjöreyðilagðist bifreiðin í óveðrinu. mynd/Sigurður

Karl og kona voru flutt til Reykjavíkur á slysadeild eftir að húsbíll sem þau voru í splundraðist í miklu hvassviðri á Suðurlandsvegi við Hvamm undir Eyjafjöllum í morgun. Fólkið, sem eru erlendir ferðamenn, er ekki sagt vera alvarlega slasað.

Atvikið átti sér stað skammt frá Seljalandsfossi á tíunda tímanum í morgun. Sjúkrabifreið ók fólkinu á slysdeild í Reykjavík.  

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er bíllinn í tætlum.

Að minnsta kosti þrír húsbílar til viðbótar hafa skemmst víðsvegar á landinu í óveðrinu sem gekk yfir landið í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert