Aflétta lokun Dettifossvegar

Tekin hefur verið ákvörðun um að aflétta lokun um Dettifossveg vestan Jökulsár (nr. 862) frá Hringvegi norður að Dettifossi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum en veginum var áður lokað vegna jarðhræringanna við norðanverðan Vatnajökul. Aðrar leiðir á svæðinu, þ.á.m. gönguleiðir, eru hins vegar áfram lokaðar. Ákvörðunin tekur gildi á morgun 2. September kl. 8:00.

„Ákvörðunin byggir á áhættuminnkandi aðgerðum almannavarna, auknu eftirliti af hálfu Vatnajökulsþjóðgarðs, minnkandi straumi gangandi ferðamanna, aukinni getu til eftirlits með mælingum auk viðbótarlöggæslu á svæðinu. Áréttað er að ákvörðunin byggir ekki á minnkandi flóðahættu heldur aukinni eftirlitsgetu,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert