Botnsárbrú er markalína Íslands: Pólitíska brúin

Brúin yfir Botnsá, innst í Hvalfirði, er hápólitískt fyrirbæri, en um hana liggja skil Suðvestur- og Norðvesturkjördæma. Í fyrrnefnda kjördæminu voru fyrir þingkosningar á kjörskrá 63.154 manns sem eiga þrettán fulltrúa á Alþingi. Í Norðvesturkjördæmi, sem nær úr Hvalfirðinum og þaðan svo hringinn réttsælis norður í Skagafjörð, voru 21.340 kjósendur. Fulltrúar þeirra á löggjafarsamkomunni eru átta talsins.

Á bak við þessar tölur er blákaldur veruleiki; atkvæði í norðvestri hefur tvöfalt vægi á við hvað gerist í suðvestri. Í tímans rás hafa ýmsar breytingar verið gerðar til að jafna þennan mismun. Þau sjónarmið hafa þó oft heyrst að jafnt vægi atkvæða sé að sumu leyti nauðsyn til þess að tryggja hagsmuni og sjónarmið fólks í dreifðari byggðum á Alþingi, þar sem regluverk samfélagsins er sett og þjóðarkökunni skipt.

Önnur merk brú í Hvalfirði er yfir Bláskeggsá, sem er undir Þyrli skammt innan við hvalstöðina og nærri olíutönkum þar. Brúin var byggð árið 1907 og var sú fyrsta steinsteypta utan Reykjavíkur. Var notuð til ársins 1951 en gleymdist síðan næstu áratugina. En svo rifjaðist ýmislegt upp og árið 2010 var brúin opnuð á ný fyrir umferð, þá endurbætt og komin í upprunalegt horf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert