Emil heilsaði upp á Frans páfa

Frans páfi og Emil Hallfreðsson.
Frans páfi og Emil Hallfreðsson. Af Facebook-síðu Hellas Verona.

Knattspyrnumaðurinn Emil Hallfreðsson, leikmaður ítalska liðsins Hellas Verona, heimsótti Vatíkanið í dag ásamt fleiri knattspyrnumönnum sem taka þátt í sérstökum leik í kvöld á Ólympíuleikvellinum í Róm höfuðborg Ítalíu til stuðnings friði í heiminum.

Knattspyrnuleikurinn, sem ber heitið „Match for Peace“, er haldinn að frumkvæði Vatíkansins en fjölmargir heimsþekktir knattspyrnumenn taka þátt í honum. Þar á meðal Lionel Messi, Ronaldinho og gamla brýnið Diego Maradona. Heildarlistann yfir leikmennina má sjá hér.

Emil hitti af því tilefni Frans páfa og fór vel á með þeim eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert