Fjölskylduhjálpin fær aðstoð að utan

Ásgerður Jóna Flosadóttir í húsnæði Fjölskilduhjálparinnar.
Ásgerður Jóna Flosadóttir í húsnæði Fjölskilduhjálparinnar. Árni Sæberg

Bandarískt fyrirtæki sem á grunni samfélagslegrar ábyrgðar velur ár hvert góðgerðarsamtök sem hljóta aðstoð frá þeim hefur í ár valið Fjölskylduhjálp Íslands. Fyrirtækið Cain Meetings & Incentives, eða CMI, hefur þegar hafið aðstoð sína með kaupum og uppsetningu á frystiklefa í höfuðstöðvum Fjölskylduhjálparinnar í Iðufelli.

Um 100 manna hópur á vegum fyrirtækisins kemur til landsins í vikunni og mun aðstoða við matarúthlutun sunnudaginn 7. september. Einnig munu þau bretta upp ermar og mála húsið sem hýsir Fjölskylduhjálpina að utan ásamt því að greiða allan kostnað sem af því hlýst. Hópurinn mun einnig aðstoða Fjölskylduhjálpina við framleiðslu á kertum úr mör sem seld verða í aðdraganda jóla til styrktar mataraðstoðinni.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, er að vonum ánægð með aðstoðina frá CMI sem hún segir „svakalega rausnarlega og mikinn heiður fyrir Fjölskylduhjálpina“.

Bætir hún við að Fjölskylduhjálpin hafi áður hlotið svipaða viðurkenningu á störfum sínum erlendis frá en í apríl á þessu ári var Fjölskylduhjálpin valin úr hópi góðgerðarsamtaka af Basar International, hjálparsamtökum í Lúxemborg, til að hljóta styrk frá samtökunum upp á rúmar 600.000 krónur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert