Gætir þess að Karíus nái ekki Hvata

Sigurður lætur sér ekki nægja að bursta sínar eigin tennur, …
Sigurður lætur sér ekki nægja að bursta sínar eigin tennur, heldur passar hann vel upp á Hvata sinn. Ljósmynd/Anna Sesselja

Sigurður Arndal er tæplega þriggja ára gamall. Þessa dagana æfir hann sig af miklum móð að bursta tennurnar. Hann veit að það er mikilvægt, því ekki er gott að fá félagana Karíus og Baktus í heimsók og passar því vel upp á að bursta hverja einustu tönn. 

Í síðustu viku fór Sigurður inn í herbergi ásamt Sighvati, oftast kölluðum Hvata, vini sínum en hann er hundur af labradorkyni. „Þegar ég opnaði hurðina til að athuga hvað þeir væru að gera, blasti þetta við,“ segir Anna Sesselja, móðir Sigurðar, um mynd sem hún birti af þeim félögunum á Facebook-síðu sinni.

Á myndinni má sjá Sigurð með tannburstann sinn á lofti, bursta tennurnar í Hvata af miklum móð. Anna Sesselja segir Hvata afar skapgóðan og lét hann burstunina því ekkert á sig fá. Hvatur heldur áfram að brosa breitt og leika við Sigurð, vin sinn.

Hér má lesa leiðbeiningar landlæknis til foreldra vegna tannheilsu barna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert