Glóandi eldveggur minnti á dreka

Gossprungan í Holuhrauni, sem er talin vera um 1,5 km …
Gossprungan í Holuhrauni, sem er talin vera um 1,5 km á lengd, opnaðist af miklum krafti aðfaranótt sunnudags. Um tíma teygðu tignarlegir gosstrókar sig í um 100 metra hæð. mynd/Jarðvísindastofnun

„Við erum búin að átta okkur aðeins betur á þessu og það er komið réttara mat á því hversu mikið flæðir þarna upp, en að meðaltali renna fram um 200 til 300 rúmmetrar af hrauni á sekúndu.“

Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur í Morgunblaðinu í dag. „Þetta er verulegt sprungugos en ekkert stórgos þótt það sé margfalt stærra en það sem varð á sama stað tveimur dögum áður,“ segir Magnús Tumi og bætir við að gosið líkist mjög Kröflueldum enda er um hliðstætt hraungos að ræða, bæði hvað varðar stærð og ákafa.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur var í hópi þeirra vísindamanna sem fyrstir komu á gosstöðvarnar í gær. Hann lýsir eldgosinu sem glóandi dreka í náttúrunni. „Þetta er lifandi sprunga og það vellur mikið hraun upp úr allri sprungunni,“ segir Ármann. „Þegar við sáum sprunguna [í gærmorgun] var þetta eins og glóandi dreki í landinu. Þetta var mjög glæsilegt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert