Hundruð starfa um land allt sköpuðust

Mikil tækniþekking er innan Skagans á Akranesi.
Mikil tækniþekking er innan Skagans á Akranesi.

Íslenskur sjávarútvegur snýst um fleira en fiskveiðar. Þekking og tækjabúnaður þarf að vera fyrir hendi til að meðhöndla aflann rétt frá því að hann er dreginn um borð og þar til honum er komið til kaupenda.

Á þessu sviði hafa íslensk fyrirtæki náð langt á undanförnum árum. Eitt þeirra er Skaginn á Akranesi sem um árabil hefur framleitt tækjabúnað fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu, að því er fram kemur í umfjöllun um starfsemi Skagans í Morgunblaðinu í dag.

Skaginn hefur verið einn helsti vaxtarbroddur atvinnulífsins á Vesturlandi. Á þessu ári átti fyrirtækið aðild að þriggja milljarða króna samningi við Færeyinga um gerð og uppsetningu uppsjávarvinnslukerfis í Fuglafirði. Verkefnið skapaði hundruð starfa hér á landi og alls komu um tuttugu íslensk fyrirtæki víðs vegar að af landinu að uppbyggingu verksmiðjunnar í Færeyjum.

Fiskvinnslukerfi frá Skaganum á Akranesi.
Fiskvinnslukerfi frá Skaganum á Akranesi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert