Námskeið hefjast aftur í Sæbjörgu

Sæbjörg, skip landsbjargar nýkomið úr slipp.
Sæbjörg, skip landsbjargar nýkomið úr slipp. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Sæbjörg, skólaskip Slysavarnaskóla sjómanna, kom til Reykjavíkur í fyrradag eftir hringferð um landið sem hófst fyrir um tveimur mánuðum, en eftir helgi hefjast námskeið að nýju í skipinu.

Í ferðinni voru haldin samtals 14 mismunandi eins til tveggja daga námskeið í Vestmannaeyjum (2), Neskaupstað (3), á Seyðisfirði (3) og Akureyri (6), þar sem skipið fór í slipp.

Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, segir að fyrir tilstuðlan og með styrk frá Samherja hafi þessi ferð verið möguleg. 193 manns hafi sótt námskeiðin og á Akureyri hafi áhafnir skipa Samherja auk annarra sjómanna sótt þau.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert