Ný ferja ekki komin með leyfi

Baldur hættir siglingum yfir Breiðafjörð nk. laugardag.
Baldur hættir siglingum yfir Breiðafjörð nk. laugardag. mbl.is/Sigurður Bogi

Siglingar ferjunnar Baldurs, sem siglir milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey, falla niður frá og með 6. september.

Keypt var ný og betri ferja fyrir stuttu frá Noregi til að leysa Baldur af hólmi en forsvarsmenn Sæferða, fyrirtækisins sem gerir ferjuna út, segja að ekki hafi enn fengist innflutningsleyfi fyrir nýja skipið.

Í tilkynningu frá Sæferðum segir að siglingayfirvöld beri fyrir sig óljósar hindranir á innflutningi skipsins. Vonir standi þó til að hún verði komin í áætlunarsiglingar á Breiðafirði um miðjan september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert