Stolið úr búðum fyrir fimm milljarða

Skjáskot úr myndskeiði öryggismyndavélar verslunar af konu að stela fötum.
Skjáskot úr myndskeiði öryggismyndavélar verslunar af konu að stela fötum. Skjáskot/Youtube

Á hverju ári er stolið úr verslunum fyrir hartnær fimm milljarða á Íslandi. Um risavaxið neytendamál er að ræða þar sem upphæðin skilar sér að endingu í hærra vöruverði til neytenda. Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason sem tekur fyrir búðarhnupl í síðasta þætti fréttaskýringaþáttarins Málsins. 

Sölvi mun birta myndskeið úr öryggismyndavélum þar sem sjást mismunandi leiðir sem fólk notar til að stela varningi. Einnig tók hann viðtöl við sérfræðinga um málefnið.

Hér að neðan má sjá brot úr þættinum, þar sem meðal annars sjást myndskeið úr öryggismyndavélum verslana af fólki að stela.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert