Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti

Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu
Þjóðleikhúsið við Hverfisgötu Ómar Óskarsson

Frestur til að sækja um starf þjóðleikhússtjóra rennur út á miðnætti í kvöld, 1. september. Starfið var auglýst 2. júní sl. en skipað verður í stöðuna til fimm ára, frá og með 1. janúar 2015.

Tinna Gunnlaugsdóttir hefur gegnt embættinu frá árinu 2004. Hún sótti ekki um að nýju og verður nýr þjóðleikhússtjóri því skipaður í hennar stað.

Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu verður listi yfir umsækjendur ekki fáanlegur fyrr en í fyrsta lagi á miðvikudag. Einhverjar umsóknir gætu borist í gegnum bréfapóst og má því gera ráð fyrir að þær berist ráðuneytinu um miðja vikuna.

Í auglýsingunni um starf þjóðleiksstjóra kom fram að skipa ætti einstakling með menntun á sviði lista og staðgóða þekkingu og reynslu á starfi leikhúsa í embættið. Þá kom einnig fram að leitað væri eftir einstaklingi með stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, með brennandi áhuga á sviði leiklistar og hæfileika til nýsköpunar.

Frétt mbl.is: Auglýst eftir þjóðleikhússtjóra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert