Vilborg Arna komin til Katmandu

Vilborg Arna hefur farið víða.
Vilborg Arna hefur farið víða. Mynd/Vilborg Arna

Vilborg Arna Gissurardóttir, fjallagarpur, er nú komin til Katmandu í Nepal á leið sinni til Tíbet. Þar hyggst hún klífa fjallið Cho Oyu ásamt félaga sínum, Atla Pálssyni, reyndum leiðsögumanni og göngugarpi.

Félagarnir stefna að því að klífa fjallið, sem er sjötta hæsta fjall veraldar, án súrefnis og aðstoðarmanna. 

Vil­borg Arna sagði nýlega í sam­tali við mbl.is að þetta hafi lengi blundað í henni. „Það er kannski af því að það er mesta áskor­un­in af öllu að gera þetta svona,“ seg­ir hún og bæt­ir við að hún eigi marg­ar fyr­ir­mynd­ir sem hafi tek­ist á við áskor­un af þessu tagi. Vil­borg Arna seg­ist einnig hafa haft þörf á að halda áfram eft­ir Ev­erest, klífa hátt fjall og ljúka í þetta skipti leiðangrinum. 

Vilborg Arna deildi fyrr í dag þessari mynd á Instagram-aðgangi sínum en þar segir hún að þau Atli sitji á uppáhalds kaffihúsinu og leggi línurnar fyrir leiðangurinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert