Auki mælingar brennisteinsvetnis

Frá Nesjavallavirkjun
Frá Nesjavallavirkjun mbl.is/Sverrir

Magn brennisteinsvetnis í lofti hefur aukist mjög á landinu síðustu árin vegna jarðvarmavirkjana, nefna má mengun frá Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun.

Birtar hafa verið alþjóðlegar rannsóknir sem benda til þess að sé styrkur efnisins mikill geti það skaðað heilsu, einkum augu og öndunarfæri, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgublaðinu í dag.

Aldrei hefur þó mælst svo mikill styrkur í Reykjavík að raunveruleg hætta hafi verið á heilsutjóni en ljóst að fólk með t.d. astma hefur áhyggjur. Við ákveðnar veðurfarsaðstæður berst mikið af vetninu yfir Reykjavík. En magnið er afar misjafnt eftir því hvar mælt er enda segja sérfræðingar að vetnið berist oft eins og ósýnilegir lækir niður á láglendið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert