Engin eftirspurn eftir mjólkurkvóta

Verð á mjólkurkvóta hefur lækkað hratt.
Verð á mjólkurkvóta hefur lækkað hratt. mbl.is/Þorkell

Aðeins einn vildi kaupa mjólkurkvóta á tilboðsmarkaði Matvælastofnunar í gær. Verðið lækkaði um 80 krónur og er nú orðið nærri helmingi lægra en það var þegar það var hæst.

Mikil umframeftirspurn var eftir kvóta frá ársbyrjun 2011 og fram á síðasta ár. Þeir kúabændur sem vildu auka framleiðsluna fengu ekki keyptan kvóta nema bjóða hátt. Verðið var komið í 320 krónur á síðasta ári. Á þessu ári hefur orðið alger viðsnúningur því verðið lækkaði um 60 krónur í apríl og um 80 krónur til viðbótar nú. Í báðum tilvikum í litlum viðskiptum.

Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands, segir í Morgunblaðinu í dag að ástæðan fyrir þróun kvótaverðsins sé sú að eftirspurnin sé nánast horfin. Bændur þurfi ekki að kaupa kvóta til að framleiða. Þeir fái fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert