Frímerki til minningar um Árna Magnússon

Tvö frímerki voru gefin út í síðustu viku í samstarfi við Danmörku til minningar um Árna Magnússon og handritasöfnun hans. Tilefnið er að 350 ár voru á síðasta ári liðin frá fæðingu hans. Einnig var gefin út smáörk með þessum frímerkjum.

„Myndefnin í sameiginlegri frímerkjaútgáfu Íslandspósts og danska póstsins eru fengin úr handritum úr safni Árna Magnússonar í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Reykjavík og Nordisk Forskningsinstitut í Kaupmannahöfn. Handritin eru Kálfalækjarbók, sem hefur að geyma Njáls sögu, og danskt handrit sem inniheldur lög fyrir Sjáland,“ segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert