Handmjöltun hætt

Jón Arnljótsson og Margrét Ingvarsdóttir hætta senn kúabúskap enda rennur …
Jón Arnljótsson og Margrét Ingvarsdóttir hætta senn kúabúskap enda rennur leyfi þeirra til mjólkursölu út um áramót.

„Margir sem hætta með kýr lenda oft á fylliríi. Bæta það upp með því fyrst á eftir. Ég veit ekki hvort ég nenni því,“ segir Jón Arnljótsson, bóndi á Ytri-Mælifellsá á Efribyggð í Skagafirði.

Móðir hans rekur minnsta kúabú landsins og það eina sem selur mjólk sem er mjólkuð með höndunum.

Tímamót verða í búskapnum á þessu ári því leyfi til að selja mjólk úr fjósinu á Ytri-Mælifellsá rennur út um áramót nema gerðar verði verulegar lagfæringar á aðstöðunni. Jón segir að fulltrúi frá Matvælastofnun hafi komið árlega til að taka aðstöðuna út og lýst því sem ábótavant væri. Í þetta skiptið hafi verið sett að skilyrði fyrir áframhaldandi mjólkursöluleyfi að ráðist yrði í umbætur. Segir Jón mögulegt að gera það en þeim hafi ekki fundist það aðgengilegt. „Þetta er ekkert í illu við Matvælastofnun. Við vissum að það kæmi að þessu, að við fengjum ekki leyfi endalaust,“ segir Jón í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert